15.05.2019
Subaru í Bandaríkjunum hlaut á dögunum verðlaun Kelley Blue Book‘s sem sá bílaframleiðandi sem njóti mesta traustsins á markaði Norður-Ameríku (the Most Trusted Brand 2019). Þetta er fimmta árið í röð sem Subaru hlýtur verðlaunin vestanhafs. Kelley Blue Book er einn helsti neytendavefurinn á bílamarkaði Norður-Ameríku og mjög virtur á sínu sviði vegna mikillar aðstoðar og upplýsinga sem bílkaupendur njóta þar.
15.05.2019
Í dag, 15. maí, taka gildi breytingar á gjaldskrá Vaðlaheiðarganga. Stærsta breytingin felst í nýjum gjaldflokki fyrir millistærð af bílum, t.d. pallbíla, húsbíla og minni langferðabíla (sprintera).
14.05.2019
Áherslur einstaklinga á að velja umhverfisvænni kosti eru sífellt að verða sterkari, orkuskiptin eru ekki að fullu komin. Þau nálgast þó hratt með tilkomu fleiri ökutækja sem bjóða upp á annarskonar aflgjafa en jarðeldsneyti eingöngu. Metanbílar reka lestina á eftir rafmagnsbílum og tengiltvinnbílum, árið 2018 voru skráðir 144 nýir metan bílar.
13.05.2019
Formúla 1 hófst um helgina og fór fyrsta keppnin fram í Barcelona. Við það tækifæri gaf FIA, Alþjóðasamtök bifreiðaeigenda, frá sér stuttmynd þar sem samtökin leggja áherslu á umferðaröryggi.
13.05.2019
Nemendum í 10. bekk við Foldaskóla í Grafarvogi stendur til boða valgrein við skólann sem nefnist fornám til ökunáms. Í þessu fagi er farið yfir öryggi og ýmsa þá þætti sem tengjast bílum. Hjörtur Gunnar Jóhannesson, starfsmaður FÍB, aðstoðar þar. Hann heimsótti Foldaskóla og fræddi nemendur um allt sem snýr að dekkjaskiptum. Einnig fór fram kennsla í því hvernig maður tengir startkapla og gefur straum.
10.05.2019
Borgarráð samþykkti á fundi í gær meginlínur og samningsmarkmið í viðræður við olíufélögin með það að markmiði að fækka bensínstöðvum í borginni um helming. Í stað bensínstöðva komi íbúðauppbygging, hverfisverslanir eða önnur starfsemi á lóðunum. Alger einhugur var í borgarstjórn um málið.
09.05.2019
Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið stóð fyrir morgunverðarfundi um umferðaröryggi í Norræna húsinu í morgun. Þar opnaði Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, nýtt og endurbætt slysakort á vef Samgöngustofu en á kortinu eru upplýsingar um öll umferðarslys sem orðið hafa á Íslandi frá 2007 til ársloka 2018.
09.05.2019
Götuþvottur stendur nú yfir af fullum krafti en það er hluti af hreinsun gatna í Reykjavík að vori. Byrjað var af krafti í apríl með sópun stofnleiða og þessa dagana er farið skipulega um hverfin og húsagötur sópaðar og þvegnar.
09.05.2019
Tækni sem gerir gangandi vegfarendur sýnilegri þegar þeir fara yfir gangbrautir verður tekin í notkun á fimm stöðum í Reykjavík í haust. Tillaga Sjálfsstæðisflokksins um að ráðist verði í þetta tilraunaverkefni var samþykkt samhljóða á fundi borgarstjórnar í gær.
09.05.2019
EQC, fyrsti hreini rafbíllinn í nýrri línu Mercedes-Benz, er nú kominn í sölu á Íslandi. Fyrstu bílar koma til landsins í ágúst en Ísland er er meðal fyrstu landa í heiminum sem fær þennan eftirsótta bíl. Nú er hægt að panta bílinn og samhliða því hefur Bílaumboðið Askja birt verðlista þar sem fram kemur að bíllinn kostar frá 9.390.000.