08.05.2019
Árið 2008 urðu straumhvörf innan bílageirans og áherslur framleiðenda og neytenda fóru í meiri mæli að beinast að endurnýjanlegum orkugjöfum. Árið 2009 voru fyrstu tveir metanbílarnir nýskráðir hér á landi og hefur nýskráningum metanbíla fjölgað nokkuð jafnt í gegnum árin. Þetta kemur fram í Árbók Bílgreinasambandsins.
08.05.2019
Nokkuð er um að rúðuvökvar sem innihalda metanól hafi verið til sölu hér á landi. Umhverfisstofnun hefur í nokkur skipti þurft að hafa afskipti af því þegar hættumerkingum á slíkum vörum hefur verið ábótavant.
08.05.2019
Í merkjakönnun sem breska bílatímaritið Auto Express stóð fyrir röðuð Lexus, Alfa Romeo og Kia sér í þrjú efstu sæti hvað ánægju snertir. Lexus, sem hafnaði í efsta sætinu, þótti sérlega vel hannaður og það skilaði honum í efsta sætið. Sex af tíu efstu bílategundunum komu frá Japan.
07.05.2019
Bílafloti landsins hefur yngst undanfarin ár, eða allt þar til á síðasta ári. Undir lok ársins 2018 var meðalaldur fólksbílaflotans 12,4 ár, þá er miðað við alla skráða fólksbíla, hvort sem þeir eru í notkun eða ekki.
07.05.2019
Samband kanadískra bílablaðamanna, AJAC, hefur útnefnt nýjan öryggisbúnað í Subaru Forester sem bestu nýsköpun ársins á öryggissviði (Best Safety Innovation for 2019). Búnaðurinn nefnist „Subaru DriverFocus Distraction Mitigation System“ og er ætlaður til að auðvelda ökumanni að takast á við ýmsar truflanir sem fylgja akstri og einnig til að vekja athygli hans skynji búnaðurinn þreytumerki í fari ökumanns til að draga úr líkum á óhappi.
07.05.2019
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Heklu hf um að innkalla þurfi Volkswagen Polo bifreiðar af árgerð 2018 og 2019. Um er að ræða 246 bifreiðar.
06.05.2019
ftir tvö metár í nýskráningum bifreiða, lækkaði hlutfall nýrra fólksbifreiða verulega árið 2018. Heildarfjöldi nýskráðra fólksbifreiða nam 17.967., eða tæplega 16% færri en árið 2017. Séu nýskráningum atvinnubifreiða bætt við, var heildarfjöldi nýskráðra bifreiða liðlega 20 þúsund og lækkaði hlutfallslega um 14,6%. Þetta kemur fram í Árbók bílgreina hjá Bílgreinasambandi Íslands sem var að koma út.
06.05.2019
Vegagerðin og Ístak skrifuðu fyrir helgina undir verksamning um breikkun Reykjanesbrautar (41), frá Kaldárselsvegi vestur fyrir Krýsuvíkurgatnamót. Fjögur tilboð bárust í verkið. Vegagerðin gekk til samninga við Ístak eftir ítarlegt mat á tilboðum.Samkvæmt áætlunum eiga framkvæmdir að hefjast nú í byrjun maí. Verklok eru áætluð 1. nóvember 2020. Við sama tækifæri var einnig skrifað undir samninga við Mannvit um eftirlit með verkinu.
03.05.2019
Sala á raf- og tvinnbílum í Kína hefur aukist gífurlega á síðustu árum. Á árunum 2013-2017 jókst salan á þeim gríðarlega eða um 2000%. Þessi gífurlega aukning er rakin til aðgerða kínverska yfirvalda sem hvatt hafa þá sem eru í bílahugleiðingum að íhuga alvarlega kaup á raf- og tvinnbílum af umhverfissjónarmiðum.
03.05.2019
Í gær var kynnt samstarfsverkefni Hertz, Slysavarnafélagsins Landsbjargar og Sjóvá um sérhannað ökupróf fyrir ferðafólk. Verkefnið gengur út á að allir sem leigja bíl hjá Hertz þurfa að horfa á myndband og taka í kjölfarið rafrænt próf og er bílaleigubíll ekki afhentur fyrr en leigutaki hefur staðist prófið.