11.10.2021
Umferðin í september á höfuðborgarsvæðinu reyndist sex prósentum meiri en í fyrra. Aldrei áður hefur jafnmikil umferð mælst í september og er þetta mesta umferð í einum mánuði fyrir utan að örlítið meiri umferð mældist í maí árið 2019. Útlit er fyrir að umferðin í ár á svæðinu aukist um níu próestn sem er verulega mikið en dugri þó ekki til að umferðin verði meiri en hún var árið 2019 að því fram kemur í tölum frá Vegagerðinni.
06.10.2021
Nú geta stórnotendur (t.d. bílasölur, fjármögnunarfyrirtæki og bílaleigur) beintengst Samgöngustofu í gegnum vefþjónustu og skráð eigendaskiptin með auðveldum hætti og kaupendur og seljendur samþykkja svo söluna einnig með rafrænum hætti.
05.10.2021
Gríðalega mikil aukning varð í umferðinni í september miðað við árið áður, en umferðin á Hringvegi jókst um tæp 18 prósent að því fram kemur í tölum frá Vegagerðinni. Mest jókst hún á Austurlandi, eða um 256 prósent í Hvalsnesi í Lóni og um 212 prósent á Mýrdalssandi. Umferðin náði eigi að síður ekki því sem hún var í september 2019.
04.10.2021
Í undirbúningi er þróunarverkefni sem snýr að stýringu á tilteknum umferðarljósum á höfuðborgarsvæðinu til að greiða fyrir umferð á álagstíma. Fyrr á þessu ári var gerð úttekt á öllum umferðarljósum höfuðborgarsvæðisins með tilliti til ástands og aldurs.
04.10.2021
Þegar bílasalan er tekin saman fyrstu níu mánuði ársins eru nýskráningar orðnar 9.817. Á sama tímabili á síðasta ári voru þær 7.161 og nemur aukningin 37.1%. Langflestar nýskráningar eru í Toyota og Hyundai.