Nýskráningar nálgast 10 þúsund það sem af er árinu
Þegar bílasalan er tekin saman fyrstu níu mánuði ársins eru nýskráningar orðnar 9.817. Á sama tímabili á síðasta ári voru þær 7.161 og nemur aukningin 37.1%. Langflestar nýskráningar eru í Toyota og Hyundai.
Alls eru nýskráningar í Toyota fyrstu níu mánuði ársins orðnar 1.553 sem er um 15,8% hlutdeild. Hyundai er í öðru sætinu með 1.541 bíla sem gerir um 15,7% hlutdeild. Tesla kemur í þriðja sætinu með 785 bíla, Suzuki 748, Volkswagen 567 og Volvo í fimmta sætinu með 514 bíla.
Fyrstu níu mánuðina eru nýskráningar til almennra notkunar um 59% og bílaleiga 39,9%.
Hlutdeild rafmagnsbíla er 24,2%, tengiltvinnbíla 23,8%, hybrid, 20,1%, bensín 18,9% og dísilbíla 13,0%.