05.03.2021
Síðastliðið haust greindi Ford bílaframleiðandinn frá því að eftir yfirgripsmikið prófunarferli við þróun Ford Kuga endurhlaðanlega tvinnbílsins hafi komið í ljós að nokkur fjöldi af þessari bílategund hafði lent í vandræðum með að loftræsa hita frá háspennu í rafhlöðunni.
05.03.2021
Umferðin í nýliðnum febrúar mánuði á Hringveginum dróst sama um 2,3 prósent miðað við sama mánuð fyrir ári. Þá höfðu engar samkomutakmarkanir verið settar á. Þetta er ólíkt því sem gerðist í janúar í ár þegar umferðin jókst, en frá áramótum er umferðin nú sú sama og fyrstu tvo mánuðina í fyrra. Rétt er að hafa í huga að þrátt fyrir þetta er febrúar í ár sá þriðji umferðamesti frá upphafi af því fram kemur í tölum frá Vegagerðinni.
03.03.2021
Nýskráningar fyrstu tvo mánuði ársins eru 1.133 og nemur samdrátturinn um 19,2%. Á sama tímabili í fyrra voru nýskráningar 1.403. Í febrúar einum voru nýskráningar 554 en í janúar voru þær 579.
02.03.2021
Lágt kolefnisspor, vel útfærð hybrid tækni og gott verð varð skipti sköpum í niðurstöðu dómnefndar sem komst að þeirri niðurstöðu að Toyota Yaris yrði fyrir valinu á bíl ársins í Evrópu 2021. Dómnefndin var skipuð 59 blaðamönnum á vettvangi farartækja í Evrópu.
02.03.2021
Umferðin á höfuðborgarsvæðinu í nýliðnum febrúar mánuði reyndist tæplega prósenti minni en í febrúar fyrir ári síðan. Frá áramótum hefur umferðin dregist saman um 3,5 prósent. Umferðin í síðustu viku var aðeins minni en í vikunni áður en meira en í sömu viku fyrir ári af því fram kemur í tölum frá Vegagerðinni.
02.03.2021
Suður-Kóreanski bílaframleiðandinn Hyundai hefur gripið til þess ráðs að innkalla um 76 þúsund eintök Kona EV á síðustu vikum. Innköllunin er til komin vegna bruna sem upp hafa komið í 15 bifreiðum af þessari tegund í S-Kóreu, Kanada, Finnlandi og í Austurríki. Ljóst er að þetta ferli mun kosta Hyundai háar fjárhæðir en skipta þarf um rafhlöðu í bílunum.
26.02.2021
Noregur er í efsta sæti hvað umferðaröryggi varðar af því fram kemur í könnun sem ástralska fyrirtækið Zutobi tók saman. Fyrirtækið rannsakaði umferðaröryggi og tók saman tölur um umferðarslys í um 50 löndum um allan heim. Í greiningu þeirra eru teknar saman ýmsir þættir eins og leyfilegum hámarkshraði, notkun öryggisbelta og áfengisnotkun undir stýri. Hvert land fær einkunn á kvarðanum 1 upp í 10. Ísland lendir í fimmta sæti hvað umferðaröyggi við kemur í könnuninni.
24.02.2021
Á fyrstu sjö vikum ársins eru nýskráningar alls 963. Þegar sama tímabil fyrir 2020 er skoðað voru nýskráningar alls 1217 og er samdrátturinn því um 20,9%. Toyota er sem fyrr söluhæsta bíltegundin en þar voru nýskráningar á fyrstu sjö vikunum alls 148 af því fram kemur í tölum frá Bílgreinasambandinu.
24.02.2021
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Bílaumboðinu Öskju ehf um að innkalla þurfi 132 Mercedes-Benz Actros/Atego bifreiðar. Ástæða innköllunarinnar er að möguleiki er á að loftpúðar bílanna virki ekki sem skildi.
23.02.2021
Umferðin í síðustu viku var meiri en vikuna áður en eigi að síður nokkuð minni en í sömu viku fyrir ári síðan. En umferðin sveiflast alltaf aðeins sem gerir samanburð erfiðari en ella. Eigi að síður fylgir umferðin svipuðu mynstri, sérstaklega ef horft er til ársins 2019.