08.02.2021
Þær framkvæmdir sem Vegagerðin boðar á árinu 2021 munu kosta ríflega 35 milljarða króna, þar af eru 23,4 milljarðar ætlaðir til nýframkvæmda og um 12 milljarðar til viðhalds. Þetta var tilkynnt á útboðsþingi sem haldið var á dögunum. Þar kynntu ellefu fulltrúar opinberra aðila fyrirhugaðar verklegar framkvæmdir á árinu fyrir um 139 milljarða króna.
05.02.2021
Verð á olíueldsneyti hefur hækkað nokkuð hér á landi frá síðustu áramótum. Kostnaður á hvern lítra á heimsmarkaði hefur verið að rísa og íslenska krónan hefur veikst gagnvart Bandaríkjadal á tímabilinu.
05.02.2021
Umferðin á höruðborgarsvæðinu í janúar reyndist 6,4 prósentum minni en í sama mánuði fyrir ári síðan. Þetta er annað en á Hringveginum þar sem umferðin jókst lítillega í janúar. Umferðin dróst líka saman í síðustu viku miðað við sömu viku fyrir ári þannig að reikna má með að enn séu reglur um sóttvarnir áhrifavaldur í umferðinni.
05.02.2021
Á þriða hundrað ökutækja urðu fyrir tjóni undir lok síðasta árs vegna tjörublæðinga á þjóðveginum norður til Akureyrar. Vegklæðning safnaðist saman í hjólskálum bílanna og við það brotnuðu stuðara bílanna. Margir bílar urðu ennfremur fyrir lakkskemmdum. Heildartjónið nemur tæpum 30 milljónum.
05.02.2021
Framkvæmdir eru hafnar við gerð nýrrar brúar yfir Jökulsá á Sólheimasandi. Framkvæmdin er tímabær enda er þetta eina einbreiða brúin á Hringvegi 1 frá Reykjavík og austur fyrir Kirkjubæjarklaustur. Þetta verður þriðja brúin sem byggð er yfir þessa alræmdu á en sú fyrsta var byggð 1921 og núverandi brú árið 1967.
05.02.2021
Meðalfjöldi bifreiða sem ekið var um hringveginn um Mýrdalssand í apríl á síðasta ári, í miðri fyrstu bylgju kórónuveirufaraldursins (Covid-19), fór úr því að vera 1.046 bifreiðar árið 2019 niður í 217 árið 2020 sem er samdráttur upp á um 80%. Þetta kemur fram á vef Hagstofu Íslands.
05.02.2021
Nýskráningar í janúar voru alls 579 sem er samdráttur upp á 18,3% miðað við fyrsta mánuð síðasta árs. Hlutdeild nýorkubíla í nýskráningum nemur 69,8%, það er rafmagns- hybrid og tengiltvinnbíla. 94,0% er til almennra ntkunar og 5,7% til bílaleiga. Þetta kemur fram í tölum frá Bílgreinasambandinu.
03.02.2021
Sundabrú er hagkvæmari kostur en jarðgöng fyrir legu Sundabrautar. Þetta kemur fram í skýrslu starfshóps á vegum Vegagerðarinnar. Fulltrúa í hópnum áttu einnig Reykjavíkurborg, Faxaflóahafnir og Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu.
03.02.2021
Á fjarfundi sem Vegagerðin efndi til í gær kom m.a. fram að stórauknar kröfur verða gerðar til verktaka og eftirlitsaðila með framkvæmdum þar sem lagt er út malbik og klæðing. Gerðar verða ýmsar nýjar kröfur og aðrar auknar til að tryggja að ekki skapist aðstæður að lokinni framkvæmd sem geta reynst hættulegar vegfarendum.
03.02.2021
Tesla í Svíþjóð hefur ákveðið að hækka verð fyrir hraðhleðslu á kWst á stöðvum sínum í 3,62 krónur sænskar og nemur hækkunin um 25%. Þótt nýja verðið sé að vísu tiltölulega lágt miðað við eldsneyti á bensínbíl hafa átt sér stað verðhækkanir sem nema um 90% frá því á síðasta ári. Ekki fyrir löngu kostaði kWst 1,90 krónur sænskar á Tesla-stöðvunum í Svíþjóð.