Niðurgreiðslur á rafbílum í Svíþjóð verða lækkaðar
Miðað við fjárlagafrumvarp nýju sænsku ríkisstjórnarinnar má ætla að Svíum muni reynast erfitt að uppfylla markmið sín í loftslagsmálum fyrir 2030. Reyndar eru andsnúnar raddir innan stjórnarinnar, sérstaklega á meðal Svíþjóðardemókrata, sem segja enga loftslagsvá fyrir dyrum þar eð engin vísindaleg rök liggir fyrir því að þeirra mati. Fleiri innan stjórnarinnar eru samt á þeirri skoðun að loftslagbreytingar séu að eiga sér stað og þær beri að taka alvarlega.
Rafbílar hafa selst vel í Svíþjóð síðustu misseri
Í nýjum fjárlögum var dregið úr fjárstuðningi til umhverfis- og loftslagsmála. Niðurgreiðslur til kaupa á rafbílum voru lækkaðar og afgreiddar með skömmum fyrirvara og lítillar umræðu urðu eftir því sem fram kemur í sænskum fjölmiðlum. Rafbílar hafa selst vel í Svíþjóð síðustu misseri og segir ríkisstjórnin að niðurgreiðslur séu ekki lengur réttlætanlegar. Samtök bílaframleiðenda og innflytjendur gagnrýna þessa stefnubreytingu harðlega. Talið er að með henni hækki rafbílar um 800–900 þúsund íslenskar krónur.
Þessar breytingar voru aldrei í umræðunni í kosningabaráttunni og óttast margir að þær muni draga úr rafvæðingunni á bílaflotanum. Ívilnanir og niðurgreiðslur hafi fram að þessu verið allt að 20% af verði bílsins. Í fjárlögunum voru skattar á dísil- og bensín bílum lækkaðir en þó ekki eins mikið og lofað hafði verið í kosningabaráttunni