06.07.2023
Eins og fram hefur komið hyggst Reykjavíkurborg hækka bílastæðagjöld á gjaldsvæði 1 um 40% í miðborg Reykjavíkur. Þá verður tími gjaldtöku lengdur frá 18 til 21 á virkum dögum og laugardögum. Eins verður tekin upp gjaldskylda á sunnudögum á gjaldsvæðum 1 og 2. Tilllaga þess efnis var samþykkt í umhverfis- og skipulagsráði í síðustu viku og staðfest í flýtimeðferð í borgarráði. Stefnt er að því að þessi nýju bílastæðagjöld taki gildi með haustinu.
06.07.2023
Umferðin á höfuðborgarsvæðinu í júní reyndist 5,2 prósentum meiri en fyrir ári síðan. Ekki hefur áður mælst jafn mikil umferð á svæðinu í einum mánuði. Reikna má með að umferðin í ár aukist um 4-5 prósent og yrði það nýtt met í umferðinni verði það niðurstaðan. Þetta kemur fram í tölum frá Vegagerðinni.
05.07.2023
Það sem af er árinu eru nýskráningar fólksbifreiða alls 10.262 en voru á sama tíma í fyrra 9.327. Aukningin nemur 10%. Alls hafa farið 5.590 bifreiðar til bílaleiga og 5.064 til almennra notkunar. Þegar einstakir mánuðir í bílasölunni eru skoðaðir var hún mest í maí en þá seldust alls 2.578 bílar en í júní seldust alls 2.559 bílar. Þetta kemur fram í nýjum tölum frá Bílgreinasambandinu.
03.07.2023
Reglugerð um gæðieldsneytis lagði áður þær kröfur á birgja bensíns að þeim væri skylt að tryggja að viðeigandi upplýsingar um lífelds neytis innihald bensíns væru tilgreindar með skýrum hætti á sölustað fyrir neytendur. Ákvæðið um upplýsingaskyldu birgja var afnumið úr reglugerðinni þann 28.nóvember árið 2020 af umhverfis-og auðlindaráðuneytinu þegar Guðmundur Ingi Guðbrandsson var umhverfis-og auðlindaráðherra.
03.07.2023
Brimborg hefur hafið framkvæmdir við uppsetningu á öflugustu hraðhleðslustöð landsins þar sem rafmagnsvinnuvél sér um jarðvinnu og aðföng eru flutt á verkstað á rafmagnssendibíl. Stöðinni hefur verið valinn staður á Flugvöllum í Reykjanesbæ stutt frá flugstöðinni.
03.07.2023
Aldrei áður hefur mælst meiri umferð á Hringvegi en í nýliðnum júní mánuði. Umferðin jókst um 7,6 prósent frá því í sama mánuði fyrir ári. Umferðin í ár hefur aukist mjög mikið eða um nærri 10 prósent og er útlit fyrir að í lok árs slái árið 2023 öll met í umferð. Þetta kemur fram í tölum frá Vegagerðinni.
01.07.2023
Frá og með 1. júlí mun Toyota á Íslandi bjóða viðskiptavinum Toyota, Lexus og Betri notaðra Bíla vegaaðstoð í 12 mánuði.
Toyota á Íslandi og Félag íslenskra bifreiðaeigenda hafa undirritað samstarfssamning. Samningurinn felur í sér að umráðamenn nýrra Toyota og Lexus bíla sem fluttir eru inn af Toyota á Íslandi og keyptir frá og með í dag hafa aðgang að vegaþjónustu. Sama á við um notaða bíla sem seldir eru undir vörumerkjum Betri notaðra bíla (BNB) og KINTO bílaleigubíla.