26.05.2023
Nú hafa tilkynningar um eigendaskipti ökutækja og meðeigenda ökutækja flust yfir á Ísland.is. Ferlið er að fullu stafrænt, hefur verið endurbætt og er nú mun notendavænna en áður að því er fram kemur í tilkynningu frá Samgöngustofu.
23.05.2023
Vegagerðin og ÍAV hafa skrifað undir verksamning um tvöföldun Reykjanesbrautar (41) milli Krýsuvíkurvegar og Hvassahrauns ásamt aðliggjandi hliðarvegum. Tilboð voru opnuð 5. apríl en ÍAV bauð tæpa fjóra milljarða króna í verkið sem var talsvert undir áætluðum verktakakostnaði. Undirbúningur hefst strax en framkvæmdir á verkstað hefjast í sumar.
16.05.2023
Nú berast fréttir um það að neytendum standi ekki til boða annað 95 oktan bensín en svokallað E10 sem er með 10% etanólblöndu. Enginn aðdragandi var að þessum breytingum á vöruvali og engin kynning fór fram til að upplýsa neytendur. Fjölmargir bifreiðaeigendur hafa haft samband við skrifstofu FÍB sem segja að þessi breyting hafi komið flatt upp á þá. Hafa yfirvöld neytendamála á Íslandi enga aðkomu að þessum breytingum? Svona vinnubrögð vekja furðu á upplýsingaöld.
16.05.2023
Hérðasdómur Reykjavíkur dæmdi í dag Harald Svein Tryggvason, fyrrverandi framkvæmdastjóra bílaleigunnar Procar, í tólf mánaða skilorðsbundið fangelsi. Ákærði játaði sök og greiddi kaupendum bifreiðanna skaðabætur sem var virt honum til refsimildunar.
16.05.2023
Neytendastofa hefur tekið ákvörðun gagnvart Olís ehf., vegna auglýsinga um afslátt á völdum sjálfsafgreiðslustöðvum ÓB. Auglýstur var afsláttur af eldsneyti, sem tengdist úrslitum íslenska landsliðsins í handbolta á heimsmeistaramótinu sem fram fór í Svíþjóð, án þess að tekið var fram að afslátturinn gilti ekki á öllum sjálfsafgreiðslustöðvum ÓB. Jafnframt var auglýstur afsláttur á vefsíðu félagsins þar sem tilkynnt var með stjörnumerktum texta með smáu letri að afslátturinn gilti ekki á þeim sjálfsafgreiðslustöðvum þar sem í gildi væri lægsta verð ÓB.
15.05.2023
Leiðtogafundur Evrópuráðsins verður haldinn í Reykjavík dagana 16. til 17. maí 2023. Ætla má að fundurinn hafi nokkur áhrif á daglegt líf íbúa á höfuðborgarsvæðinu þessa daga. Af öryggisástæðum verða götur í kringum Hörpu lokaðar fyrir umferð ökutækja á meðan á fundinum stendur en hægt verður að fara um svæðið gangandi og á hjóli.
12.05.2023
Tilboð voru opnuð í framkvæmdir við Arnarnesveg í vikunni. Lægsta boð hljóðaði upp á um 5,4 milljarða króna og var því um 720 milljónum lægra en áætlun gerði ráð fyrir sem var 6,2 milljarðar.
12.05.2023
Gerð verður tímabundin göngu- og hjólabrú yfir Sæbraut, sem mun bæta umferðaröryggi verulega, ekki síst fyrir skólabörn í Vogabyggð. Brúin verður
yfirbyggð, með lyftu og tröppum og verður áhersla á jákvæða upplifun vegfarenda og
að innra rými verði aðlaðandi.
11.05.2023
Í aðsendri grein og í opnu bréfi til forstjóra Álversins í Straumvík í Morgunblaðinu í dag fjallar Ástvaldur Óskarsson, forstjóri Geymslusvæðisins ehf. um umferðaröryggi í kringum álverið. Í upphafi greinarinnar bendir höfundur á þær miklu sviptingar sem eru að eiga sér stað í skipulagsmálum í kringum svæðið í sunnanverðum Hafnarfirði. Ný iðnaðarsvæði eru að koma til, nýhöfn er á teikniborðinu og framkvæmdir við tvöföldun Reykjanesbrautar eru á næsta leiti.
10.05.2023
Alþjóðlegar dómnefndir sérfræðinga veittu nýja smart #1 tvenn virt hönnunarverðlaun á dögunum. Rafknúni smábíllinn hlaut bæði Red Dot-verðlaunin fyrir vöruhönnun og iF Design-verðlaunin þar sem einblínt er á framúrskarandi hönnun og samfélagsþátttöku.