13.04.2023
Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins segir að eldsneytisverð gæti verið lægra hér ef samkeppnin væri meiri. Verðið sé hátt í alþjóðlegum og evrópskum samanburði þegar opinber gjöld hafa verið dregin frá. Þetta kemur fram í viðtali við Gunnar Pál á ruv.is
13.04.2023
ISBAND umboðsaðili Jeep, RAM og Fiat á Íslandi, efnir til fjölbreyttrar og glæsilegrar bílasýningar laugardaginn 15. apríl. Sýningin er í sýningarsal ÍSBAND að Þverholti 6 í Mosfellsbæ og verður opin frá kl. 12:00 – 16:00
13.04.2023
Tillögur stýrihóps um endurskoðun á vetrarþjónustu voru kynntar í umhverfis- og skipulagsráði Reykjavíkurborgar í gær. Hlutverk stýrihópsins var að greina hvar þörf er á breytingum til að stuðla að skilvirkari þjónustu og hagkvæmni í rekstri. Fram kemur að ljúka á snómokstri, að jafnaði, innan tveggja sólarhringa eftir að snjókomu lýkur.
13.04.2023
Níu létust í umferðinni í fyrra í jafnmörgum slysum, þar af átta karlar og ein kona. Fólkið var á aldrinum 19 til 74 ára. Fjórir voru í bifreið, einn á rafhlaupahjóli og fjórir gangandi. Þá létust fimm innan þéttbýlis en fjórir utan þéttbýlis.
11.04.2023
FÍB undrast hvernig Þórður Guðjónsson, forstjóri Skeljungs, reynir að afvegleiða umræðu um óeðlilega hátt bensínverð hér á landi með þeim ummælum að hér á landi séu ekki reknar olíuhreinsistöðvar. Því sé ekki rétt að miða útsöluverð á eldsneyti við verðsveiflur á heimsmarkaðsverði hráolíu. Þessu hélt Þórður fram í viðtali við RÚV þann 10. apríl.
11.04.2023
Framkvæmdir við Suðurlandsveg, Hringveg (1), milli Hveragerðis og Selfoss eru á lokametrunum og vonast er til að hægt verði að hleypa umferð á þann kafla sem enn er eftir um miðjan maí. Það fer þó eftir veðri hvenær hægt verður að malbika síðasta spottann.
05.04.2023
Eftir að nýja skoðunarhandbókin tók gildi 1. mars sl.voru 130 ökutæki sett í akstursbann í mars mánuði einum að aflokinni lögbundinni skoðun samkvæmt upplýsingum frá Samgöngustofu og fram kemur í Morgunblaðinu. Þetta er nærri tvöföldun milli ára en 64 ökutæki voru kyrrsett í mars í fyrra. Harðara er tekið á ýmsum atriðum við skoðun bíla en verið hefur.
05.04.2023
Ný lög um leigubifreiðaakstur nr. 120/2022 tóku gildi 1. apríl sl. Markmiðið með lögunum er að tryggja gott aðgengi að hagkvæmri, skilvirkri og öruggri leigubifreiðaþjónustu fyrir neytendur á Íslandi. Þá er lögunum ætlað að tryggja að íslenska ríkið uppfylli skuldbindingar sínar samkvæmt samningnum um Evrópska efnahagssvæðið (EES-samningnum).
05.04.2023
Umferðin á höfuðborgarsvæðinu í mars jókst um ríflega átta prósent frá sama mánuði fyri ári síðan. Þetta er metumferð og reyndist umferðin 7,5 prósentum meiri en í fyrra metári sem var árið 2019. Umferðin fyrstu mánuði ársins hefur aukist um heil 11 prósent og er það einnig met fyrir árstímann að því er fram kemur í tölum frá Vegagerðinni.
04.04.2023
Samkvæmt nýjum tölum frá Vegagerðinni heldur umferðinni áfram að aukast mikið á Hringveginum. Hún jókst um 13 prósent í mars og hefur umferðin þá aukist verulega í öllum mánuðum þessa árs. Umferðin hefur aldrei verið meiri en hún reyndist núna eða 3,5 prósentum meiri en í mars árið 2018.