Askja innkallar Mercedes-Benz vörubíla og BL Nissan Micra
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá BL ehf. varðandi innköllun á Nissan Micra, framleiðsluár 2016-2017. Ástæða innköllunar er að sá möguleiki er staðar að samsetning tengis inná sviss sé ekki í lagi.
Þetta getur leitt til þess að tengi sé ekki að fullu læst, og þar af leiðandi getur það gerst að tengi detti úr sambandi með þeim afleiðingum að bíll gæti drepið á sér og ekki sé unnt að koma bíl aftur í gang.
BL ehf. mun hafa samband við bifreiðaeigendur.
Þá hefur Neytendastofu einnig borist tilkynnin frá Bílaumboðinu Öskju varðandi innköllun á Mercedes-Benz vörubílum. Um er að ræða gerðirnar: Axor Econic, Actros, Antos og Arocs.
Ástæða innköllunarinnar er sú að möguleiki er fyrir því að bolti utaná gírkassa gæti losnað. Ef það gerist verður ekki hægt að skipta um gíra.
Viðkomandi bifreiðareigendur munu fá sent bréf vegna þessarar innköllunar á næstu dögum.