Átakið Smellum saman – fólk minnt á að nota öryggisbeltin
Samgöngustofa hefur hrint af stað átaki sem kallast Smellum saman. Þar er verið að minna fólk á að nota öryggisbeltin og er farin svolítið nýstárlega leið til þess. Í staðin fyrir að nota hræðslu og daprar staðreyndir þá lögð áhersla á jákvæða nálgun, gleði og umhyggju fyrir hvert öðru.
Í átakinu lét Samgöngustofa útbúa heilt lag og tónlistarmyndband þar sem Króli og Rakel Björk syngja lagið Smellum saman. Lagið er nokkuð sjálfstætt og fjallar um ástina og lífið ásamt því að undirstrika að öryggið gefur okkur tækifæri til þess að njóta lífsins. Eins og við erum öll meðvituð um getur ein laus manneskja í bíl stórslasað aðra þó aðrir séu í belti.
Því er þetta verkefni sem við þurfum að takast á við saman, allir í bílnum þurfa að smella beltunum – Smellum saman. Munum að vera jákvæð í umferðinni, spennum beltin og verum jákvæð og tillitsöm gangvart samferðafólki okkar í umferðinni.
Hér er hægt að nálgast myndbandið https://www.youtube.com/watch?v=x2tROKwtXv0