Atlantsolía með járnaga á hinum olíufélögunum
29.03.2005
Gömlu olíufélögin hækkuðu verð á bílaeldsneyti í páskavikunni um kr. 2,70 bensínið og dísilolíuna um kr. 2,50 vegna hækkana á heimsmarkaði en drógu hana að hluta til baka nánast daginn eftir, þann 21. mars sl. þegar ljóst varð að Atlantsolía hækkaði ekki eldsneytisverðið.
Lækkunin þann 21. mars nam kr. 1,70 á bensínlítranum en 1,50 af dísilolíunni. Algengasta verð á bensíni í sjálfsafgreiðslu á stöðvum Esso er nú kr. 98,60 og á dísilolíu kr. 46,10. Hjá Atlantsolíu kostar bensínið kr. 97,20 og dísilolían kr. 36,30. Hjá Orkunni kostar bensínið kr. 97,10 og dísilolían kr. 44,60
Lækkunin þann 21. mars nam kr. 1,70 á bensínlítranum en 1,50 af dísilolíunni. Algengasta verð á bensíni í sjálfsafgreiðslu á stöðvum Esso er nú kr. 98,60 og á dísilolíu kr. 46,10. Hjá Atlantsolíu kostar bensínið kr. 97,20 og dísilolían kr. 36,30. Hjá Orkunni kostar bensínið kr. 97,10 og dísilolían kr. 44,60