Audi gengur vel í Kína
Ætla má að gengi og framtíð bílmerkisins Audi sé í Kínaveldi. Audi hefur gengið betur þar en nokkru öðru gæðamerki bílaheimsins. 25 ár eru síðan Audi haslaði sér völl í þessu gríðarstóra ríki og hóf samvinnu við kínverska ríkisfyrirtækið FAW og nú hafa verið byggðar tvær milljónir Audibíla í Kína og eftirspurnin eykst og eykst.
Landnám Audi hefur semsé tekist miklu betur í Kína en í Bandaríkjunum. Þar tókst aldrei að koma sölu almennilega í gang og svo fór að óvægin og ósanngjörn fjölmiðlaumfjöllun gerði loks útslagið. Öðru máli hefur gegnt í Kína. Þar hefur eftirspurn eftir Audi bílum aukist sl. fjögur árin um 30-40 prósent árlega. Árið 2010 var haldið upp á það að framleiddir höfðu verið milljón Audi bílar á hverju ári sl. fjögur árin og reiknað er með að á þessu ári muni salan nema 450 þúsund bílum og nú þrem árum síðar er heildartalan komin upp í 2 milljónir bíla. Hinn kínverski samstarfsaðili sl 25 árin er FAW (First Automotive Works) og sá bíll sem mest eftirspurn hefur verið eftir í Kína seinustu árin er A6L gerðin, en upphaflega var það Audi 100.
Nú hefur verið reist hefur verið ný verksmiðja sem framleiða mun A3 línuna og fleiri gerðir en einnig hanna og þróa nýjan tengiltvinnbíl, eingöngu fyrir Kínamarkað. Ráðgert er að innan tveggja til þriggja ára verði árleg afköst allra verksmiðja FAW og Audi í Kína um 700 þúsund bílar af gerðunum A3, Q3, A4L, A6L, Q7 og Q5.