Auglýsingaherferð Olíss um meintar vinsældir sínar hjá almenningi
17.03.2005
Þau viðbrögð sem við höfum fengið við frétt okkar frá í gær um sérstæða auglýsingaherferð Olíss þar sem olíufyrirtækið segist vera virt og vinsælt hjá almenningi benda til þess að markaðsstjóri Olíss lifi í einhverjum öðrum veruleika en fólkið í landinu. Stöð 2 hafði eftir markaðsstjóranum í kvöldfréttum í gærkvöldi, að hún teldi að það hefði ekki breytt miklu fyrir fyrirtækið ef gamla könnunin frá Gallup - sem fyrirtækið vitnar til í auglýsingum sínum sem glæný sé - hefði verið gerð eftir að úrskurður Samkeppnisráðs um samráð Olíss, Esso og Skeljungs kom út. Markaðsstjórinn sagði ennfremur að fólk gerði greinarmun á eigendum fyrirtækisins og þeim sem veiti þjónustuna á bensínstöðvum. Sú fullyrðing hlýtur að teljast afar hæpin.
Svo vill til að í nýjasta tölublaði Frjálsrar verslunar er sagt frá könnun sem tímaritið gerði á vinsældum íslenskra fyrirtækja meðal almennings. Könnunin var gerð dagana 31. janúar til 3. febrúar sl. semsagt nokkru eftir að úrskurður Samkeppnisráðs í olíusamráðsmálinu var birtur. Könnunin leiðir í ljós allt annað en það að olíufélögin gömlu, þar með talið Olís, njóti vinsælda hjá almenningi, öðru nær.
Olíufélagið Esso nær inn í 43.- 45. sæti yfir vinsælustu fyrirtækin á Íslandi en Olís nær ekki einu sinni inn á lista 60 vinsælustu fyrirtækjanna. Um útkomu olíufélaganna sameiginlega í þessari könnun segir Frjáls Verslun þetta: „Sem fyrr segir eru menn fremur tregir til að nefna fyrirtæki sem þeir hafa neikvætt viðhorf til. Þó var að þessu sinni augljóst að fólk er olíufélögunum mjög reitt, en úrskurður áfrýjunarnefndar í samráðsmálinu kom einmitt dagana sem könnunin var gerð. Rúmlega 17% nefna olíufélögin sem er óvenjulega hátt hlutfall. Langt á eftir koma Landssíminn, KB-banki og Baugur. Auk olíufélaganna koma DV og Orkuveita Reykjavíkur ný inn á listann yfir fyrirtæki sem menn hafa neikvætt viðhorf til.“
Svo vill til að í nýjasta tölublaði Frjálsrar verslunar er sagt frá könnun sem tímaritið gerði á vinsældum íslenskra fyrirtækja meðal almennings. Könnunin var gerð dagana 31. janúar til 3. febrúar sl. semsagt nokkru eftir að úrskurður Samkeppnisráðs í olíusamráðsmálinu var birtur. Könnunin leiðir í ljós allt annað en það að olíufélögin gömlu, þar með talið Olís, njóti vinsælda hjá almenningi, öðru nær.
Olíufélagið Esso nær inn í 43.- 45. sæti yfir vinsælustu fyrirtækin á Íslandi en Olís nær ekki einu sinni inn á lista 60 vinsælustu fyrirtækjanna. Um útkomu olíufélaganna sameiginlega í þessari könnun segir Frjáls Verslun þetta: „Sem fyrr segir eru menn fremur tregir til að nefna fyrirtæki sem þeir hafa neikvætt viðhorf til. Þó var að þessu sinni augljóst að fólk er olíufélögunum mjög reitt, en úrskurður áfrýjunarnefndar í samráðsmálinu kom einmitt dagana sem könnunin var gerð. Rúmlega 17% nefna olíufélögin sem er óvenjulega hátt hlutfall. Langt á eftir koma Landssíminn, KB-banki og Baugur. Auk olíufélaganna koma DV og Orkuveita Reykjavíkur ný inn á listann yfir fyrirtæki sem menn hafa neikvætt viðhorf til.“