Aukin sala í dísilbifreiðum í Evrópu
Sala á dísilbílum hefur síðustu misseri verið að rétta úr kútnum. Þetta er þess sem meðal annars kom fram á bílasýningunni í Frankfurt í síðasta mánuði. Sala á dísilbílum hefur minnkað mikið á síðustu árum sökum mengunar.Nú er annað hljóð komið í skrokkinn. Dísilbílar eru taldir eyða um 20-25% minna eldsneyti en bensínbílar og svo hefur bílaframleiðendum tekist með yfirgripsmiklum tæknirannsóknum að ná niður NOx mengun. Mælingar hafa staðfest að nýjar dísilvélar menga orðið ekkert meira en bensínbílar.
Sala á dísilbílum hefur tekið mikinn kipp á síðustu mánuðum í Evrópu. Salan er ekki eins mikil og þegar best lét en hún stígur bara upp á við víðast hvar. Nokkrir borgir í Evrópu voru fyrir nokkru búnar að gefa það að banna akstur dísilbíla fyrir 2030.
Þýska fyrirtækið Bosch komst í fréttirnar í fyrra þegar sagt var frá því að fyrirtækið að væri á góðri leið með að þróa tækni sem drægi verulega úr mengun frá dísilbílum. Fyrirtækið upplýsti að með þessari nýju útblásturstækni ætti ekkert að vera því til fyrirstöðu fyrir bílana að keyra inn á ákveðin svæði í stórborgum sem til stendur að banna þeim að fara inn á.
Nokkur fyrirtæki í Evrópu, þar á meðal í Danmörku, hafa lengi unnið að því að finna leið til að draga úr níturoxíð menguninni, NO x, frá díselbílum en svo virðist sem Bosch hafi tekið frumkvæðið í þessum efnum. Við mikinn hita eða háan loftþrýsting getur súrefni (O2) og köfnunarefni eða nitur (N2) andrúmsloftsins umbreyst í köfnunarefnisoxíð (nituroxíð, (NOx). Þetta getur til dæmis gerst í flugvélahreyflum og í útblæstri frá bílum.