Aukin þjónusta hjá FÍB um land allt

Þjónustunet FÍB Aðstoðar á landinu hefur stækkað og þést. Nú njóta FÍB félagar aðstoðar í samræmi við skilmála á þeim svæðum sem sjá má á Íslandskortinu hér undir. Innifalið í FÍB aðstoð er eftirfarandi þjónusta:

 Aðgangur að FÍB Aðstoð vegþjónustu 365 daga ársins.  Svarað er í neyðarsíma FÍB Aðstoðar allan sólarhringinn í síma 5 112 112. Ef bíllinn bilar á ferðalagi eru upplýsingar um þjónustu veittar óháð tíma eða dagsetningu.

 Rafmagnsaðstoð: Ef bíllinn verður straumlaus, t.d. á köldum vetrarmorgni er veitt aðstoð við að koma bílnum í gang með starttæki eða startkapli.

Eldsneytisaðstoð: Ef bíll félagsmanns er bensín- eða dísilolíulaus, kemur þjónustubíll með eldsneyti og sem nægir til að komast á næstu bensínstöð. Félagsmaður greiðir aðeins fyrir eldsneytið sem fer á bílinn.

Dekkjaskipti:  Ef dekk springur eða er loftlaust og hjálpar er þörf þá aðstoðar FÍB Aðstoð félagsmenn á vettvangi.

 Dráttarbíll: Félagsmaður á tilkall til eins dráttarbíls frítt á aðildarári í dagvinnu innan þjónustusvæðis. Þjónustan er miðuð við flutning á bilaðri fólksbifreið t.d. á verkstæði eða af hættulegum vettvangi. Ef þjónusta dráttarbíls er veitt utan dagvinnu þá greiðir félagsmaður aðeins yfirvinnuálag.

 Aukið öryggi fyrir rafbílaeigendur

Ný þjónusta við rafbílaeigendur í FÍB sem dregur úr drægnikvíða. Ef rafbíllinn verður orkulaus flytur FÍB Aðstoð bíllinn á næstu hleðslustöð eða að heimili félagsmanns, eftir því hvort er nær. Endurgjaldslaus flutningur miðast við dagvinnu innan þjónustusvæðis FÍB Aðstoðar. Ef rafbíll er fluttur utan dagvinnu þá greiðir félagsmaður yfirvinnuálag. FÍB félagar geta notið rafbílaaðstoðarinnar allt að tvisvar sinnum á félagsári, í samræmi við skilmála og skilyrði FÍB Aðstoðar.

Prentun greiðsluseðla hætt

Með samfélags- og umhverfislega ábyrgð að leiðarljósi hefur FÍB ákveðið að hætta að senda út prentaða greiðsluseðla frá og með næstu áramótum. Krafa vegna félagsgjalds mun hér eftir einungis birtast í heimabanka félagsmanns.  Afnám greiðsluseðla dregur úr sóun og er umhverfislega jákvætt. Kostnaður sparast sem nýtist til eflingar þjónustu.

Að sjálfsögðu geta félagsmenn sem þess óska fengið greiðsluseðil í pósti. Þeim er vinsamlegast bent á að hafa samband í síma 414-9999 eða senda póst á netfangið fib@fib.is.

 

Þjónustukort