Aukning í bílaþjófnuðum í Þýskalandi

Tölur sem þýska tryggingasambandið (GDV) birti sýna að 14.585 ökutæki með altryggingu voru teknir ófrjálsri hendi árið 2023, sem er næstum 20 prósenta aukning frá fyrra ári. Félag þýskra bifreiðaeigenda, ADAC, prófaði um 700 bíla og aðeins undir 10% stóðust próf gegn sviðsettum innbrotum. Félagið mælir með virkjun öryggiskerfa.

Nú bregður svo við að í stað kúbeins og skrúfjárns við verknaðinn nota þjófarnir oft lyklalaus aðgangskerfi til að komast inn í bíla.

ADAC hefur verið að vekja athygli á öryggisveikleikum í lyklalausum kerfum í mörg ár. Þessi þægilega tækni gerir ökumönnum kleift að opna og gangsetja ökutæki sín án þess að þurfa að taka lykilinn úr vasanum.

Glæpamenn nýta sér þessa virkni til að stela ökutækjum á aðeins nokkrum sekúndum. Til þess nota þeir einföld tæki til að lengja þráðlausa merkið, sem blekkir bílinn til að halda að lykill sem skilinn var eftir við útidyrnar sé í raun nálægt.

ADAC hvetur framleiðendur til að bæta öryggi þráðlausrar tækni. UWB tækni er öruggari. Hreyfinemarar í lyklum eru ekki fullnægjandi lausn.

Ráðleggingar:

  • Geyma bíla í læstum bílskúrum
  • Nota stýrislása
  • Geyma lykla í sérstökum hulstrum