Aukningin í nýskráningum fólksbifreiða 34,1% það sem af er árinu
Það sem af er árinu eru nýskráningar fólksbifreiða alls 12.539. Á sama tíma í fyrra voru þær 9.353 og nemur aukningin um 34.1%. Bílaleigur eru með 52,5% í nýkráningum á markaðnum og bílar til almennra notkunar er 46,7%. Þetta kemur fram í tölum frá Bílagreinasambandinu.
Hlutdeild nýskráninga er langmest í Toyota, alls 18,4%, eða 2.310 bílar. Kia er í öðru sæti með 1.334 bíla og 10,6% hlutdeild. Hyundai er í þriðja sæti 1.192 bíla og 9,5% hlutdeild.
Í nýskráningum það sem af er árinu er hlutdeild rafmagnsbíla 26,7%, tengiltvinnbíla 24,6% og hybridbíla 19,6%. Dísilbílar eru með 15,7% hlutdeild og bensínbilar 13,5%.
Þegar rýnt er í tölur voru flestar nýskráningar í júnímánuði, alls 2.424 en það sem af er september eru þær orðnar 670 talsins.