Bætt umferðarör­yggi á gatna­mótum Hring­brautar og Njarðar­götu

Vegagerðin í samvinnu við Reykjavíkurborg vinnur að undirbúningi umferðaröryggisúrbóta á gatnamótum Hringbrautar og Njarðargötu. Einnig verður öryggi bætt á strætóstöðvum og gönguþverun á Njarðargötu við Sturlugötu. Hringbraut og Njarðargata eru í veghaldi Vegagerðarinnar.

Markmið breytinganna er að auka öryggi gangandi og hjólandi vegfarenda með eftirfarandi aðgerðum:

  • Hækka á gönguþveranir yfir framhjáhlaup upp í hæð gangstétta til að bæta aðgengi gangandi og hjólandi vegfarenda og draga úr hraða bílaumferðar.
  • Bæta götulýsingu til að auka sýnileika vegfarenda.
  • Uppfæra strætóstöðvar við Sturlugötu í samræmi við algilda hönnun og bæta öryggi gönguþverana.
  • Setja áherslufleti og leiðarlínur fyrir sjónskerta.
  • Gera úrbætur á gönguleiðum í umferðareyjum til að draga úr fallhættu.