Banaslys í Noregi í sögulegu lágmarki
Banaslysum og alvarlegum slysum fækkaði í mörgum löndum á síðasta ári og rekja margir ástæðuna til minni umferðar vegna Covid-19. Á Norðurlöndunum hefur svipuð þróun átt sér stað en þess má geta að banaslys í Noregi hafa aldrei verið færri í sögunni.
Í fyrsta sinn síðan 1947 er tala látinni þar í landi undir hundraðinu. Árið 2020 fórust 95 á norskum vegum, 13 færri en á árinu 2019.
Átta einstaklingar létu lífið í umferðinni á Íslandi 2020. Árið þar á undan létust 6 manns í umferðinni hér á landi.