Bang & Olufsen hljóðkerfi í Audi A8
23.03.2005
Danska rafeindafyrirtækið Bang & Olufsen, eða B&O hefur hannað og þróað hljómkerfi fyrir hinn nýja Audi A8. Bíll með nýja hljómkerfinu verður sýndur á Frankfurt bílasýningunni í haust og fáanlegt verður það síðan í nýjum Audi A8 bílum frá og með árslokum.
Audi A8 þykir vera einn sportlegasti akstursbíllinn í flokki lúxusbíla og hlaðinn allskonar háþróuðum tæknibúnaði tengdum akstrinum. Með sérhannaða hljómkerfinu frá hinu heimsfræga danska fyrirtæki, B&O segja talsmenn Audi að A8 bíllinn fái nýja vídd hvað varðar aðbúnað að fólkinu í bílnum.
Hljómkerfið er sérstaklega hannað fyrir A8 bílinn og það lagar sig að ökuhraða, vindgnauði og dekkjahvini. Hljómgæði eru sögð vera nánast fullkomin og hjarta kerfisins er rúmlega 1000 watta magnari sem sendir hljómlist eða talað mál út í 14 hátalara sem hver um sig er knúinn sérstökum magnara.
Þegar kveikt er á kerfinu spretta tveir svokallaðir linsuhátalarar upp úr mælaborðinu sem kallast á við aðra hátalara á víð og dreif í innréttingu bílsins og miðla fyrsta flokks hljóði af hárfínni nákvæmni í hvert og eitt sæti bílsins.
Audi A8 þykir vera einn sportlegasti akstursbíllinn í flokki lúxusbíla og hlaðinn allskonar háþróuðum tæknibúnaði tengdum akstrinum. Með sérhannaða hljómkerfinu frá hinu heimsfræga danska fyrirtæki, B&O segja talsmenn Audi að A8 bíllinn fái nýja vídd hvað varðar aðbúnað að fólkinu í bílnum.
Hljómkerfið er sérstaklega hannað fyrir A8 bílinn og það lagar sig að ökuhraða, vindgnauði og dekkjahvini. Hljómgæði eru sögð vera nánast fullkomin og hjarta kerfisins er rúmlega 1000 watta magnari sem sendir hljómlist eða talað mál út í 14 hátalara sem hver um sig er knúinn sérstökum magnara.
Þegar kveikt er á kerfinu spretta tveir svokallaðir linsuhátalarar upp úr mælaborðinu sem kallast á við aðra hátalara á víð og dreif í innréttingu bílsins og miðla fyrsta flokks hljóði af hárfínni nákvæmni í hvert og eitt sæti bílsins.