Bann lagt við bensín- og dísilbílum innan ESB frá 2035
Sala á bensín- og dísilbílum verður bönnuð innan Evrópusambandsins frá 2035. Umhverfisráðherrar aðildarríkja sambandsins komust að þessari niðurstöðu á fundi sínum í Lúxemborg í morgun. Samningurinn þýðir í raun að ekki verður leyft að selja nýja bíla með brunahreyfla frá og með 2035.
Nú þarf að semja um endanlega málamiðlun við Evrópuþingið sem styður einnig algjört bann við sölu á ökutækjum með brunahreyfli frá og með 2035. Umhverfisráðherrar 27 aðildarríkja Evrópusambandsins komust ennfremur að samkomulag um fjölda annara aðgerða til að berjast gegn loftslagsbreytingum
„Ástandið í lofslagsmálum og afleiðingar hennar eru skýrar og því er stefna óumflýjanleg,“ sagði Frans Timmermans, yfirmaður loftslagsstefnu ESB.
Yfirlýsing ráðherra ESB kom í kjölfar þess að samsteypustjórn Þýskalands studdi niðurfellinguna í áföngum, en þó með þeim skilyrðum að sala á nýjum bílum sem keyra á „CO2 hlutlausu“ eldsneyti haldi áfram eftir 2035.
„Aðildarríki ESB hafa greitt atkvæði með yfirgnæfandi meirihluta að frá og með 2035 verði aðeins leyfðir bílar og létt atvinnutæki sem losa ekki CO2. Þetta gefur skýr merki um að við verðum að ná loftslagsmarkmiðunum. Þau veita bílaiðnaðinum líka það skipulagsöryggi sem hann þarfnast,“ sagði Steffi Lemke, umhverfisráðherra Þýskalands.