Banninu verður ekki flýtt

Um miðjan júni kom fram að í uppfærðri aðgerðaráætlun ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum að í skoðun væri að banna nýskráningu fólksbifreiða, sendibifreiða og bifhjóla árið sem knúin er með jarðefnaeldsneyti frá með árinu 2028.

Í umræðunni um þetta mál á visir.is um helgina sagði Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, að banni við nýskráningum á bílum sem ganga á jarðefnaeldsneyti verði ekki flýtt. Það sé þó mikilvægt fyrir Íslendinga að átta sig á því að hagkvæmast sé að keyra um á rafbílum.

Ráðherra segir þetta einungis hafa verið skoðað í því samhengi hvort þetta hjálpi til með að flýta fyrir orkuskiptum á landinu. Hins vegar verði banninu ekki flýtt.

Óframkvæmanlegt að banna nýskráningu jarðefnaeldsneytisbíla eftir fjögur ár

Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda, FÍB, sagði í viðtali við fréttastofu Stöðvar 2 það óframkvæmanlegt að banna nýskráningu bíla sem ganga á jarðefnaeldsneyti eftir tæp fjögur ár. Vinsældir rafbíla hafa dvínað gríðarlega það sem af er árinu.

„Þetta er í rauninni óframkvæmanlegt og kannski er þetta einhver óskhyggja. Þetta lítur kannski vel út á blaði en það hefur greinilega ekki verið talað við þá sem að þessum málum koma, til dæmis bílgreinina. Þannig það vantar kannski raunverulegar áætlanir á bak við þetta,“ sagði Runólfur.

Afnám ýmsa ívilnana síðustu áramót við kaup á rafbílum hafa haft slæm áhrif

Runólfur sagði ennfremur í viðtalinu telja afnám ýmsa ívilnana síðustu áramót við kaup á rafbílum hafa haft slæm áhrif. Eins og staðan er núna, þá eru rafbílar það dýrari að hvatinn er ekki lengur til staðar. Núverandi aðgerðir eru ekki að duga. Rúnólfur telur að menn hafi bara gengið of langt

„Með því að lækka það sem ríkið lagði til með kaupum á rafbílum, leggja á nýtt fimm prósent vörugjald á rafbíla og á sama tíma kom nýtt kílómetragjald á rafbíla og tengiltvinnbíla upp á sex krónur á kílómetrann. Þetta var bara of mikið í einu, þetta greinilega fældi fólk frá sem og tölurnar sýna,“ sagði Runólfur.