Barátta fyrir lækkun á eldsneytisverði á Suðurnesjum skilaði árangri
Barátta hóps Suðurnesjamanna fyrir lækkun á eldsneytisverði á Suðurnesjum er að skila árangri. Orkan á Fitjum lækkaði í vikunni eldneytisverð á Fitjum um 5 kr. á lítrann og með lykli frá fyrirtækinu fást 10 kr. Í viðbót. Skömmu eftir lækkunina í morgun svaraði Olís með sömu lækkun. Orkan svaraði aftur með aðeins meiri lækkun í kjölfarið að því fram kemur á vefmiðli Víkurfrétta.
Framkemur að forsvarsmenn Orkunnar segja lækkun á eldsneytisverði á Orkustöðinni á Fitjum vera svar við ákalli heimamanna og bæjarráðs Reykjanesbæjar við aðstoð á erfiðum tímum.
Þeir Haukur Hilmarsson og Hannes Friðriksson hafa farið fyrir þrýstihópi sem hefur hvatt olíufélögin til að bjóða lægra verð á Suðurnesjum og vísuðu til samfélagslegrar ábyrgðar. Nú er ljóst að rödd þeirra og hópsins hefur náð til nokkurra olíufélaga.
Karen Rúnarsdóttir, framkvæmdastjóri hjá Skeljungi sem á og rekur Orkuna, segir í samtali við VF að eftir fund með forsvarsmönnum átaksins um lægra eldsneytisverðs á Suðurnesjum og forsvarsmönnum bæjarráðs ákváðum við að leggja okkar að mörkum á erfiðum tímum og lækka verðið á Fitjum um fimm krónur. Ef heimamenn fá sér síðan Orkulykil þá geta þeir lækkað eldsneytisverð sitt enn frekar. Við viljum sýna samfélagslega ábyrgð og leggja okkar af mörkum.
Mynd: Haukur Hilmarsson og Hannes Friðriksson með betra verð á dælu. VF-myndir/pket.