Barnabílstólapróf ADAC

http://www.fib.is/myndir/RoemerBabySafeSleeper.jpg
Römer Baby Safe Sleeper.

Hið þýska systurfélag FÍB, ADAC, hefur öryggisprófað tíu barnabílstóla af ýmsum tegundum og gerðum. Um er að ræða stóla fyrir allt frá kornabörnum upp í stóla fyrir allt að 12 ára börn. Allir tíu stólarnir stóðust prófið en enginn náði þó hæstu einkunn.

ADAC er eitt allrastærsta bifreiðaeigendafélag í heiminum og rekur mjög umfangsmikla starfsemi, bæði á eigin vegum og eins í samvinnu við systurfélögin innan FIA, þar á meðal FÍB. Margskonar öryggisprófanir eins og prófanir á barnabílstólum og öðrum öryggisbúnaði fyrir börnin og hina fullorðnu í bílnum og árekstursprófanir eru meðal þess sem ADAC fæst við og systurklúbbarnir njóta góðs af. Þá prófar ADAC bæði vetrar- og sumarhjólbarða ár hvert. Dekkjaprófanir ADAC eru t.d. velþekktar hér á landi eftir að hafa um árabil birst í FÍB blaðinu og á heimasíðu FÍB.

Niðurstöðurnar má sjá á töflunni hér að neðan. Taflan skýrir sig að mestu leyti sjálf. Tveir plúsar eða sehr gut, þýðir ágætt. Einn plús eða –gut þýðir gott, 0  eða befriedigend þýðir viðunandi, gegnumstrikað 0 þýðir lágmarksgæði og mínus þýðir ekki viðunandi.

Eins og sjá má á töflunni fékk enginn stólanna tvo plúsa. Aðeins einn þeirra, Römer stóllinn, fékk tvo plúsa fyrir öryggisþáttinn, en einn plús fyrir hina þættina sem eru umgengni, þægindi og liðlegheit í notkun. Recaro Polaric fékk einn plús fyrir öryggi en svo óþægilegur þótti hann fyrir barnið að heildareinkunnin er einungis –viðunandi. 
http://www.fib.is/myndir/Adac_bilbarnstolar.jpg