Bensínbíl breytt í metanbíl

http://www.fib.is/myndir/Metanbilar.jpg
Metanbílar. Hægt er að breyta hvaða bensínbíl sem er þannig að hann geti gengið fyrir metangasi.

SÁ. – þeim sem þessi orð ritar varð það á í fyrradag í viðtali í þættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni að rugla saman gámaþjónustufyrirtækjum með ekki ólíkum nöfnum.
Í viðtalinu rangfeðraði SÁ þar með ágætt framtak annars fyrirtækjanna með líku nöfnin og sagði að Gámaþjónustan hefði breytt amerískum pallbíl með bensínvél í metanbíl. En ekki var það verk unnið á vegum Gámaþjónustunnar heldur Íslenska gámafélagsins og er sjálfsagt að biðjast velvirðingar á ruglingnum.

Íslenska gámafélagið keypti á sínum tíma Vélamiðstöð Reykjavíkurborgar og rekur hana sem sjálfstætt einkahlutafélag undir nafninu VMS-Vélamiðstöðin og hjá Vélamiðstöðinni var verkið unnið.

Hægt er að fræðast nánar um þessar breytingar á bílnum á heimasíðu Íslenska gámafélagsins og Vélamiðstöðvarinnar. Þar er greint talsvert nákvæmlega frá breytingunum og þeim tæknibúnaði sem til þar til að breyta bensínknúnum bílum yfir í metanbíla.