Bensínið dýrast í Hollandi
Bensínverð hækkaði í morgun hjá Esso og kostar lítrinn nú í sjálfsafgreiðslu á Esso-bensínstöð tæpar 120 krónur. FÍB hefur tekið saman verð á bílaeldsneyti eins og það er í dag í þeim löndum sem við berum lífskjör okkar helst saman við. Í ljós kemur í þeim samanburði að bensínið er dýrast í Hollandi; kr. 127,10 lítrinn en að vanda er það ódýrast í Bandaríkjunum. Þar kostar lítrinn innan við 45 krónur.
Af Evrópulöndum er bensínið ódýrast í Litháen. Þar kostar lítrinn 76,20. Að öðru leyti tala tölurnar á myndinni sínu máli.