Bensínið hækkar
28.06.2005
Olíufélögin Esso og Olís hækkuðu í gær eldsneytisverðið hjá sér um eina krónu. Verð á lítranum af 95 okt. bensíni með fullri þjónustu hjá þeim er nú 115,20 og á dísilolíunni er það kr. 63,10. í sjálfsafgreiðslu er bensinverðið yfirleitt kr. 110,20 og dísilolían er á kr. 58,10. Nú í morgun kostaði bensínið hjá Atlantsolíu (sjálfsafgreiðsla) kr. 108,90 og dísilolían kr. 56,70. Hjá Orkunni var bensínið á 107,80 og dísilolían á 55,60.
Eldsneytisverðið hefur verið að hreyfast upp á við undanfarið, að nokkru í takti við hækkandi heimsmarkaðsverð. Verðbreytingin í gær er sú níunda í júnímánuði. Í lok maí sl. kostaði bensínið kr. um 111 krónur með fullri þjónustu.