Bensínið upp um fimmkall
Skeljungur hækkaði í morgun verð á bensíni um fimm krónur. Sjálfsafgreiðsluverð á 95 oktana bensíni var 198,90 en er nú 203,90. Skýringar á þessari hækkun er sú að heimsmarkaðsverð hefur hækkað undanfarna daga og dollar styrkst gagnvart krónu.
Þegar þetta var ritað höfðu hin olíufélögin ekki breytt verðum hjá sér en fastlega má búast við að þau fylgi í kjölfar Skeljungs.