Bensínverðið lækkaði í Noregi í morgun
07.09.2005
Esso í Noregi lækkaði í morgun leiðbeinandi útsöluverð á bílaeldsneyti um tæpar 4 ísl. krónur lítrann og dísilolíulítrann um tæpar tvær ísl. krónur.
Eldsneytið er þó áfram dýrt í Noregi og kostar bensínið rúmar 120 ísl. kr. lítrinn og dísilolían kostar um 105 kr. lítrinn.
Í fréttatilkynningu frá Esso í Noregi segir að líkur séu á að bílaeldsneytið verði áfram dýrt í kjölfar fellibyljarins Katrínar og lækki vart fyrr en allar olíuhreinsistöðvarnar í Bandaríkjunum sem stöðvuðust í fellibylnum komast í gang á ný.
Eldsneytið er þó áfram dýrt í Noregi og kostar bensínið rúmar 120 ísl. kr. lítrinn og dísilolían kostar um 105 kr. lítrinn.
Í fréttatilkynningu frá Esso í Noregi segir að líkur séu á að bílaeldsneytið verði áfram dýrt í kjölfar fellibyljarins Katrínar og lækki vart fyrr en allar olíuhreinsistöðvarnar í Bandaríkjunum sem stöðvuðust í fellibylnum komast í gang á ný.