Bertone raðframleiðir Lancia felliþaksbíl
Lancia Suagna.
Ítalska bílahönnunar- og bílasmíðafyrirtækið Bertone mun raðframleiða Lancia Suagna. Lancia Suagna var sýndur á Genfarbílasýningunni á dögunnum sem hugmyndabíll, en nú hefur sem sé verið tilkynnt að bíllinn fari í raðframleiðslu hjá Bertone.
Suagna er byggður á hinum nýja Fiat Grande Punto og verður hann í þessari Lancia-útfærslu með stáltoppi sem leggst saman og rennur aftur í skott, þegar ökumaður og farþegar vilja láta vindinn og sólina leika um sig í akstri.
Fjárfesting Bertone í verkefninu er um 150 milljónir evra. Byggðir verða 20 þúsund bílar á ari að því er segir í frétt Automotive News Europe.