Bestu og verstu bílvélarnar
Breska tryggingafélagi Warranty Direct sem tryggi bíla gagnvart bilunum, hefur tekið saman lista yfir þá bílaframleiðendur sem búa til áreiðanlegustu bílvélarnar og þær óáreiðanlegustu og allt þar í milli. Athygli vekur að vélarnar í mörgum dýrari þýsku bílunum eru með þeim bilanagjörnustu og vélaviðgerðir eru nánast alltaf mjög dýrar.
Það mætti ætla að með því að velja bíl af vandaðri og dýrri gerð minnki maður líkur á því að verða ofurseldur rándýrum bilunum og allskonar vandamálum. Ef marka má nýja rannsókn sem gerð var á vegum tryggingafélagsins þá má allt eins eiga von á dýrum vélabilunum, sé valinn bíll af vandaðri þýskri gerð.
Warranty Direct hefur tekið saman lista yfir 36 bílaframleiðendur og reiknað út tíðni alvarlegra vélarbilana sem tryggingafélagið hefur þurft að bera kostnað af. Út frá þessu hefur tryggingafélagið reiknað út hverjar líkur eru á því að einstakar bíltegundir bili á þennan hátt.
Sú bíltegund sem minnstar líkur eru á vélarbilunum í er Honda. Líkurnar eru þær að vélin í einum af hverjum 344 bílum bili. Bilanalíkurnar eru þannig 0,29 prósent. Næst best er Toyota með 0,58 prósent, þá Mercedes - 0,84 prósent og Volvo með 0,9 prósent.
Versta tegundin að þessu leyti er svo MG Rover en vélabilanatíðni tegundarinnar er einn á móti 13. Bilanalíkurnar eru því 7,88 próent. Næst verstur er Audi með tíðnina 1 af hverjum 27. Bilanalíkurnar eru því 3,71 prósent. Saab er fjórða versta tegundin 2,49 prósenta bilanalíkur og í því sjöunda er BMW með 2,2 prósent líkur. Volkswagen er svo sá níundi versti með 1,8 prósenta vélarbilanalíkur.
Warranty Direct bendir á að þrátt fyrir að hætta á vélarbilunum sé tiltölulega lítil þá kalla vélarbilanir í langflestum tilfellum á mjög kostnaðarsamar viðgerðir sem bíleigendur verða að standa undir svo framarlega sem þeir hafi ekki tryggt sig gegn slíku.
10 bestu
1. Honda 0,29 %2. Toyota 0,58 %3. Mercedes-Benz 0,84 %4. Volvo 0,90 %5. Jaguar 0,98 %6. Lexus 0,99 %7. Fiat 1,17 %8. Ford 1,25 %9. Nissan 1,32 %10. Land Rover 1,38 %
10 verstu
(ofanfrá og niður)
1. MG Rover 7,88 %2. Audi 3,71 %3. Mini 2,51 %4. Saab 2,49 %5. Vauxhall (Opel) 2,46 %6. Peugeot 2,26 %7. BMW 2,20 %8. Renault 2,13 %9. Volkswagen 1,91 %10. Mitsubishi 1,70 %