Biðskylda á Rauðarárstíg gagnvart Flókagötu

The image “http://www.fib.is/myndir/Gatnamot-1.jpg” cannot be displayed, because it contains errors.
Nú á umferð á Rauðarárstíg að víkja fyrir umferð á Flókagötu.

Búið er að breyta umferðarforgangi þegjandi og hljóðalaust á mótum Rauðarárstígs og Flókagötu þannig að stöðvunarskylda fyrir umferð á Flókagötu við Rauðarárstíg hefur verið afnumin. Í hennar stað er komin biðskylda fyrir umferð á Rauðarárstíg gagnvart Flókagötu. Breytingin hefur ekki verið kynnt með þeim hætti að eftir hefur verið tekið og engar sérstakar merkingar eru á gatnamótunum sjálfum eða í aðdraganda þeirra sem gefa hana til kynna aðrar en þær sem sjást á meðfylgjandi myndum.
Gatnamótin eru vegna þessarar breytingar orðin mjög varasöm bæði vegna þess að engar sérmerkingar eru í aðdraganda gatnamótanna sem aðvara ökumenn. Þá er Rauðarárstígurinn aðalbraut allt frá Hlemmi og að Flókagötunni og hætt við að ökumenn taki hreinlega ekki eftir því að þeir hafi allt í einu biðskyldu við Flókagötuna.
Ökukennari sem þarna var á ferð með nemanda hringdi í gær í fréttavef FÍB og lét vita af þessu þar sem breytingin kom honum auðheyrilega í opna skjöldu. Blm. fréttavefs FÍB fór á staðinn eftir símtalið frá ökukennaranum og stóð nokkra stund á gatnamótunum. Nokkuð þétt umferð var um gatnamótin og ljóst var að enginn einasti ökumaður tók eftir breytingunni. Allir þeir bílar sem óku Rauðarárstíginn óku hiklaust yfir gatnamótin og þeir bílar sem óku Flókagötuna stöðvuðu undantekningarlaust og viku fyrir bílunum sem óku Rauðarárstíginn enda þótt þeir ættu forganginn um gatnamótin. Þá bætir það ekki úr skák að stöðvunarlínan í Flókagötunni hefur ekki verið fjarlægð þótt hún gildi ekki lengur og það var greinilegt að ökumenn voru enn að taka mark á henni í gær. En kannski var það eins gott því annars hefðu kannski orðið árekstrar.

The image “http://www.fib.is/myndir/Gatnam%F3t-2.jpg” cannot be displayed, because it contains errors.
Rauði bíllinn á Flókagötunni stansar þótt hann eigi forganginn.
The image “http://www.fib.is/myndir/Gatnam%F3t-3.jpg” cannot be displayed, because it contains errors.
Þessi ók líka hiklaust inn á gatnamótin þrátt fyrir biðskylduna.
The image “http://www.fib.is/myndir/Gatnam%F3t-4.jpg” cannot be displayed, because it contains errors.
Stöðvunarlínan er enn á Flókagötunni þótt hún gildi ekki lengur.