Bifreið sem stolin var fyrir 38 árum komin í leitirnar
Kafarar í Frakklandi komu auga á bíl í tjörn einni í bænum Châlons-en-Champagne sem er um 100 mílur austur af París núna fyrir helgina.
Þetta þætti varla fréttnæmt nema fyrir þær sakir að 38 ár eru síðan að bifreiðinni var stolið. Bifreiðin er af gerðinni Peugeot 104 og var fjögurra ára gömul þegar henni var stolið.
Mjög miklir þurrkar hafa verið á svæðinu í sumar, lítið vatn var í tjörninni, sem hjálpuðu köfurunum að koma auga á bílinn.
Lögreglan flutti bifreiðina á verkstæði og kom á óvart hversu heillegur bílinn er. Lakkið lítur vel út og það er enn króm á höggdeyfum. Jafnvel sætin eru ennþá í ótrúlega góðu ástandi og enn er hægt að lesa á númeraplötuna að sögn verkstæðismanna sem tóku á móti bílnum.
Eigandi bílsins fékk á sínum tíma greiddar tryggingabætur og er því bílinn í raun eign tryggingafélagsins.