Bifreiðar fengu að kenna á holu við Ánanaust
Ökumaður sem var á ferð við Ánanust út í Granda seinni partinn á laugardag varð fyrir því óláni að keyra ofan í holu með þeim afleiðingum að einn hjólbarðinn undir bílnum sprakk. Tíðin á síðustu vikum hefur valdið því að margir bifreiðaeigendur hafa orðið fyrir tjóni á bílum sínum vegna slæms ástands á götum á höfuðborgarsvæðinu og víðar um land. Veghaldarara hafa því haft í nógu að snúast í lagfæringum og sér ekki enn fyrir endann í þeim efnum.
Sú spurning hlýtur samt óáhjákvæmilega að vakna hvers vegna er í lagi að hafa ástandið svona á fjölfarinni leið nærri miðbæ höfuðborgarinnar. Í einhverjum tilfella hafa hlotist tjón þannig að þurft hefur verið að kalla til dráttarbíl til að fjarlægja bíla af vettvangi.
Ökumaðurinn hafði samband við FÍB og sagði frá því að hann hafði verið að keyra út úr hringtorginu við Ánanaust síðdegis á laugardag og sprengt annað framdekkið í holu sem þar var. Daginn þegar hann átti ferð um sömu slóðir var búið var að fylla í holuna. Ökumaðurinn tekur eftir því að fleiri ökumenn hafa lent í sömu ógöngum en hann sá þar sjö aðrar bifreiðar sitja þar með sprungin dekk, nokkrar bæði að framan og aftan. Líklega má telja að fleiri ökumenn hafi orðið fyrir skakkaföllum á þessari sömu holu.
FÍB er með tilkynningarsíðu www.vegbot.is þar sem fólk getur skráð holu eða skemmdir í vegi. Sé það gert með snjalltæki á staðnum fylgir staðsetning tilkynningunni. Forritið veit á hverra forræði allar götur og vegir á landinu eru og fer hver tilkynning til rétts veghaldara.
Ennfremur er rétt að benda vegfarendum á að verði þeir fyrir tjóni á ökutæki er nauðsynlegt að fara á heimasíðu Vegagerðarinnar og fylla þar út tjónstilkynningu með rafrænum hætti: https://www.vegagerdin.is/thjonusta/tilkynning-um-tjon/.