Bílaeldsneytið aðeins ódýrara
Olíufélagið Esso lækkaði í gær bensínverðið um krónu en disilolíuverðið um kr. 1,50. Algengasta bensínverðið á stöðvum Esso er í dag, 1. nóvember kr. 114,90 lítrinn og dísilolían kostar kr. 116,90.
Hjá Atlantsolíu kostaði bensínið í morgun 113,30 og dísilolían var á 114,10 lítrinn. Handhafar dælulykils FÍB og Atlantsolíu fá síðan tveggja króna afslátt af lítranum og greiða því fyrir bensínið kr 111,30 og 112,10 fyrir dísilolíulítrann.
Heimsmarkaðsverð á eldsneyti hefur farið lækkandi undanfarið auk þess sem krónan hefur styrkst gagnvart olíugjaldmiðlinum dollar.