Bílaframleiðendur vinna saman gegn Covid-19
Bílaframleiðendur búa yfir mikilli þekkingu og hugviti sem nær alla leið til framleiðslu á öndunarvélum. Um þessar mundir er víða skortur á öndunarvélum vegna útbreiðslu kórónuveirunnar sem veldur Covid-19 sjúkdómnum. . Bandaríski bílaframleiðandinn General Motors hefur hafið framleiðslu á öndunarvélum eftir að óskir um það bárust frá stjórnvöldum þar í landi.
Bílaframleiðendurnir Ford og Seat hafa einnig bæst í hópinn og hafa hafið framleiðslu á öndunarvélum og fleiru eins og andlisgrímum sem nýtast heilbrigisyfirvöldum í baráttunni gegn Covid-19. Þekking sem bílaframleiðendur búa yfir kemur að góðum notum í framleiðslu á öndunarvélum á sjúklingum sem þjáðst af Covid-19. Ford áætlar að smíða minnsta kosti 50 þúsund vélar.
Tesla liggur ekki heldur á liði sínu og hefur fest kaup á þúsundum öndunarvéla frá Kína. Flutningur á þeim er hafin og mun berast til Bandaríkjanna á næstu dögum.