Bílaframleiðsla á Bretlandseyjum í algjöru lágmarki
Það segir sína sögu hvað kórónaveiran hefur leikið bílaframleiðendur grátt en í aprílmánuði einum voru framleiddir 197 bílar í bílaverksmiðjum á Bretlandseyjum.Hafa verður í huga að bílaverksmiðjur hafa að mestu verið lokaðar eða starfsemin í lágmarki. Í sama mánuði fyrir ári síðan voru framleiddir 71 þúsund bílar að sögn breskra bílaframleiðenda.
Í dag er staðan í breskum bílaiðnaði lítið breytt en aðeins hafa nokkrar bílaverksmiðjur hafið starfsemi að nýju og þá á litlum afköstum. Ein stærsta verksmiðja í landinu, Nissan í Sunderland, ætlar ekki að hefja framleiðslu fyrr en í næsta mánuði.
,,Við þurfum að fá stjórnvöld í lið með okkur til að flýta fyrir bata, örva fjárfestingar á ný og vernda störfin. Vandinn núna er þegar orðin alvarlegri og meiri en í fjármálakreppunni 2009, segir Mike Hawes framkvæmdastjóri hjá samtökum breskra bílaframleiðanda.
Á þessu ári gæti efnahagur Breta minnkað um 13%, sem yrði mesti samdráttur í þrjár aldir. Tvær milljónir manna eiga hugsanlega á hættu að missa vinnuna samkvæmt breskum hagspám.