Bílaframleiðsla heldur áfram að dragast saman í Bretlandi
Bílaframleiðsla á Bretlandseyjum heldur áfram að dragast saman. Á síðasta ári voru framleiddir um 775 þúsund bílar sem er um 10% samdráttur frá árinu 2021. Alls voru framleiddir um 860 þúsundir bílar í Bretlandi 2021. Framleiðsla á bílum þar í landi hefur ekki verið minni síðan 1956.
Ýmsir þættir valda þessum samdrætti og má þar nefna stríðið í Úkraínu, heimsfaraldur, verðbólga og efnahagsþreningar, ekki bara í Bretlandi heldur um heim allan. Skortur á íhlutum hafa ennfremur leitt til þess að bílaframleiðendur hafa dregið mjög úr framleiðslunni.
Fram kemur í tölum að eftirspurn eftir nýorkubílum hefur aukist en framboðið er af skornum skammti sökum skorts á íhlutum og öðru til framleiðslu.
Mike Hawes, forstjóri Félag bílaframleiðenda og verslunarmann, SMMT, segir að þrátt fyrir vaxandi verðbólgu og aukin kostnað sem bitnaði á breskum neytendum væri hann hæfilega bjartsýnn á framhaldið. Þó væru teikn á lofti um að ástandið breytist til betri vegar á seinni hluta þessa árs.