Bílaleigan Procar svindlar á neytendum
Lögregla hefur fengið inn á sitt borð mál bílaleigunnar Procar sem fjallað var um í fréttaskýringaþættinum Kveik á ríkissjónvarpinu í gærkvöldi sem er grunuð um að hafa átt við kílómetramæli bíla áður en þeir eru seldir. Samgöngustofa bíður eftir að fá ábendingar frá lögreglu til að skoða málið. Einstaklingur sem tengdist rekstri bílaleigunnar aflaði þessara gagna, og afhenti Kveik. Í umfjölluninni kom einnig fram að gögn sem þessi sami maður útvegaði og afhenti Kveik, sýni að tugir þúsunda kílómetra hafi verið teknir af akstursmælum í tugum bíla.
Kveikur hefur upplýsingar um tæplega 100 bíla sem bílaleigan Procar hefur átt við kílómetrastöðuna í og hafa verið seldir. Taka skal fram að endanleg tala liggur ekki fyrir að svo stöddu.
Yfirlögregluþjónn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu segir að lögreglan sé komin með gögnin en hafi ekki skoðað þau að neinu ráði enn þá. Engin kæra hafi borist.
En hvaða máli skiptir að vita hvað bíllinn sem maður kaupir og ekur er keyrður mikið? Jóhann Fannar Guðjónsson, lögfræðingur FÍB, sem einnig er lærður bifvélavirki, kom fram í umfjöllun Kveiks segir þessar upplýsingar meðal þess mikilvægasta sem fólk lítur til þegar kaupa á notaðan bíl. „Hvaða tegund þetta er og hvernig hann er búinn, hvaða árgerð þetta er, og þú sérð hvernig hann lítur út og svo skiptir það þig miklu máli hvað hann er mikið ekinn,“ segir hann. Ítarlegra viðtal má sjá í hlekknum hér fyrir neðan.
Jón Trausti Ólafsson, formaður Bílgreinasambandsins, sagði í samtali í morgunútvarpi Rásar 2 í morgun að svindl bílaleigunnar Procar með kílómetrastöðu notaðra bíla sem seldir vera mög alvarlegt mál fyrir greinina. Það sé ljóst að þarna hefur bílaleigan brotið á rétti á rétti neytenda og brotið á því umhverfi og trausti sem þeim er falið. Þetta er mjög svekkjandi fyrir bæ ði aðrar bílaleigur og bílaumboð og bílasöluna almennt.
Í kjölfar fréttaskýringaþáttarins Kveiks í gærkvöldi þar sem gögn sýndu að átt hefði verið við kílómetrastöðu bílanna sendi stjórn Procar frá sér yfirlýsingu þar sem fram kemur að starfsmaður hjá fyrirtækinu hafi gerst sekur um dómgreindar- og trúnaðarbrest þegar hann hafi fært niður akstursmæla notaðra bíla sem bílaleigan seldi á árunum 2013-2015. Tilgangurinn hafi verið að gera bíla frá fyrirtækinu auðseljanlegri og hafi viðkomandi starfsmaður látið af störfum og komi ekki lengur nálægt rekstri fyrirtækisins
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu er komin með þessi gögn en er ekki farin að skoða þau að neinu ráði.
Í yfirlýsingu frá stjórn Procar kemur ennfremur framað ekki sé hægt að afsaka þennan dómgreinar-og trúnaðarbrest en fyrirtækið hafi fullan vilja til að bæta hlut þeirra sem urðu fyrir tjóni. „Óháður aðili verður fengin til að úrskurða um sanngjarnar bætur til þeirra sem keyptu bíla með ranga kílómetraskráningu af fyrirtækinu á þessum árum.Forsvarsmenn Procar biðja viðskiptavini, almenning og starfsfólk, sem unnið hafi fyrir fyrirtækið í góðri trú, afsökunar á þessum mistökum.