Bílamessa 2022 – upplýsandi og fræðandi ráðstefna
Stilling, varahlutir, stóð fyrir ráðstefnu í Hörpu um síðustu helgi sem bar nafnið Bílamessa. Lykilfyrirtæki í þróun og framleiðslu bílahluta tóku þátt í ráðstefnunni og ræddu framtíð greinarinnar með tilliti til framtíðar orkugjafa sem var sérstaklega ætluð fagaðilum innan bíliðnarinnar. 20 erlend fyrirtæki komu að ráðstefnunni og gafst þátttakendum kost á að fræðast um vandamál sem þeir lenda í daglega ásamt hvaða lausnir þeir nota.
Fyrirtækin voru með áhugaverða fyrirlestra um tækninýjungar og framfarir á bílamarkaðinum ásamt því að vera með vinnustofur þar sem tæki og annar búnaður var sýndur .Þarna gafst því tilvalið tækifæri til að nálgast þau fyrirtæki sem eru að þróa nýjustu tækin og tæknina í bíla framtíðarinnar.
Alþjóðlegir fyrirlesarar með áratuga reynslu í varahlutum og þjónustu á verkstæðum fluttu áhugaverð og upplýsandi erindi. Má þar nefna hvernig rafmagnsbíllinn mun hafa áhrif á fyrirtæki og hvaða tækifæri verða til á sama tíma. Ennfremur voru fyrirlestrar um nýjungar á bílamarkaðinum og hvaða tækifæri felast á þessum vettvangi. Á ráðstefnunni gafst þátttakendum tækifæri á að kynnast fólki í sambærilegum rekstri eða iðnaði og tækifærunum fjölgar þegar fólk talar saman.