Bílar ársins í fjórum stærðarflokkum
29.10.2007

Stálstýrið.
Eins og fram kemur í frétt hér á undan var Land Rover Freelander valinn Bíll ársins 2008 af dómnefnd frá Bandalagi ísl. bílablaðamanna. Bílunum sem í úrslitum voru var að þessu sinni skipt í fjóra stærðarflokka og gáfu dómnefndarmenn þeim stig eftir ákveðnum reglum. Sá bíll sem flest stig hlýtur er bíll ársins hverju sinni.




Þar sem Land Rover Freelander reyndist vera með hæstu stigatöluna var hann útnefndur bíll ársins.
Að venju hlaut bíll ársins farandgripinn Stálstýrið en sérhver bíll sem í úrslit nær, er sæmdur árituðum skildi.
Eins og í fyrra fór verðlaunahátíðin fram í höggmyndasafni Ásmundar Sveinssonar við Sigtún. Styrktaraðilar viðburðarins eru Olíufélagið Skeljungur, Frumherji og Tryggingamiðstöðin.