Bílar geta bilað

The image “http://www.fib.is/myndir/Mazda6.jpg” cannot be displayed, because it contains errors.The image “http://www.fib.is/myndir/ReanultKangoobilarmest.jpg” cannot be displayed, because it contains errors.
Mazda 6 - bilar minnst. Renault Kangoo 1999. Bilar mest.
ADAC, hið þýska systurfélag FÍB hefur gefið út árlegar niðurstöður sínar um hversu bilanagjarnir bílar eru. Þá er átt við bilanir sem valda því að bíll stöðvast og kemst ekki lengra. Tölfræðin er byggð á útköllum vegaþjónustu félagsins. Aðstoðarbílar ADAC fóru í alls 2,4 milljón útköll á síðasta ári vegna bíla sem bilað höfðu á vegum úti. Hlutfallslega flestir biluðu bílanna reyndust vera Fiat. Aðrar tegundir sem verma botnsætin ásamt Fiat eru Renault, Peugeot og Citroen. Þýskir bílar voru bestir í fimm af alls sjö flokkum bíla.
Audi virðist vera tegund sem hægt er að treysta því að Audi bílar skipuðu efstu sætin í þremur stærðarflokkum og Audi A4 varð í öðru sæti í milliflokki.
Eini japanski bíllinn sem skipar efsta sætið í einhverjum flokkanna að þessu sinni er Mazda 6. Sá bíll er samkvæmt ADAC öruggasti bíllinn í rekstri í flokki meðalstórra bíla. Þá kemur Citroen á óvart með Citroen Picasso sem er greinilega undantekningin sem sannar regluna því hann er nefnilega sá bíll sem minnst bilaði í flokki fjölnotabíla. Sá bíll sem langoftast bílar er Renault Kangoo árgerð 1999. Kangoo ´99 er með 58 bilanir á hverja 1000 bíla.
Algengustu bilanirnar sem stöðva för bíla eru í rafkerfi þeirra, eða 36%. Næst koma bilanir í kveikjukerfinu, 16%. Í þriðja sæti eru svo vélarbilanir, 9%. Bilanatölfræðin nær til bíla sem eru eins til sex ára gamlir og hafa verið framleiddir að mestu óbreyttir í minnst þrjú ár og minnst 10 þúsund eintök eru af í umferð í Þýskalandi.
Smábílar
Fimm efstu bílar í smábílaflokki eru: 1. Audi A2. 2. BMW Mini. 3. Toyota Yaris. 4. Seat Arosa. 5. VW Polo. Fimm neðstu í flokknum (talið neðanfrá) eru Fiat Punto, Renault Clio, Citroen C3, Peugeot 206 og Seat Ibiza/Cordoba.
Minni milliflokkur
1. Mercedes Benz A. 2. Ford Focus. 3. Toyota Corolla. 4. Mazda 323. 5. Audi A3.
Fimm neðstu (talið neðanfrá) eru: Fiat Brava/Marea, Citroen Xsara, Fiat Stilo, Renault Megane og Alfa Romeo 147.
Meðalbílar
1. Mazda 6. 2. Audi A4 3. Mazda 626. 4. BMW 3. 5. Mercedes Benz C.
Fimm neðstu (talið neðanfrá) eru: Alfa Romeo 156, Renault Laguna, Citroen C5, Opel Vectra og Peugeot 406.
Stærri fólksbílar
1. Audi A6. 2. Mercedes Benz S. 3. Mercedes Benz E. 4. BMW 5. Volvo S60/S70/V70/S80. 6. Opel Omega.
Sportbílar
1. Audi Cabrio. 2. BMW 3 Cabrio. 3. VW Golf Cabrio. 4 Mazda MX5. 5. Mercedes SLK. 6. Mercedes CLK 7. BMW Z3/Z4. 8. Porsche 911. 9. Audi TT. 10. Peugeot 206 CC.
Jeppar
1. Mercedes Benz M. 2. Toyota RAV4. 3. Nissan X-Trail. 4. BMW X5.
Fjölnotabílar
1. Citroen Picasso. 2. Mazda Premacy. 3. Mitsubishi Space Star. 4. Mercedes Benz Vaneo. 5. Nissan Almera Tino. Fimm neðstu (talið neðanfrá): Renault Espace, Mercedes Benz V/Vito, Renault Kangoo, Ford Galaxy og Renault Scenic.