Bílar sem átt hefur verið við mengunarvarnabúnað í ættu ekki að komast í gegnum skoðun
Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda, FÍB, telur að bílar sem átt hefur verið við mengunarvarnabúnað í ættu ekki að komast í gegnum skoðun. Þeir uppfylli í einhverjum tilvikum ekki gerðarviðurkenningu framleiðenda sem séu forsenda skráningar hér. Þá geti aukning á útblæstri orðið til þess að bíllinn sé rangt skráður og lögð á hann röng bifreiðagjöld.
Þetta kom fram í Speglinum á RÚV 2. Þar var tekið til umfjöllunar málefni sem snýr að fyrirtækjum hér á landi sem boðið hafa bíleigendum upp á að endurforrita vélartölvur ökutækja og er sagt að það skili meira afli og minni eldsneytiseyðslu. Hér er um ólöglegar vélarbreytingar að ræða á kostnað umhverfisins að mati FÍB.
Síðastliðið sumar birtist grein í FÍB blaðinu með fyrirsögninni Ólöglegar vélabreytingar á kostnað umhverfisins. Þar var fjallað um tvö fyrirtæki, Bílaforritun ehf. og Kraftkort ehf. Bæði sérhæfa þau sig í því að endurforrita vélartölvur bíla í þeim tilgangi að auka afl þeirra og minnka eyðslu og bæði selja þau hugbúnað frá bresku fyrirtæki sem heitir Viezu. Á vef kraftkorta segir að með því að endurforrita vélartölvur sé algengt að hægt sé að ná 20 til 40% auknu afli úr vélinni. Þá segir þar að allar breytingarnar séu innan öryggismarka framleiðanda og hafi ekki áhrif á endingu vélarinnar, leiði ekki til aukinnar hitamyndunar eða sótmengunar.
Runólfur Ólafsson telur að bílar sem átt hefur verið við mengunarvarnabúnað í ættu ekki að komast í gegnum skoðun. Þeir uppfylli í einhverjum tilvikum ekki gerðarviðurkenningu framleiðenda sem séu forsenda skráningar hér. Þá geti aukning á útblæstri orðið til þess að bíllinn sé rangt skráður og lögð á hann röng bifreiðagjöld.