Bílasala á Bretlandi aðeins að rétta úr kútnum
Sala á bifreiðum í Bretlandi dróst saman um 35% í júní miðað við sama mánuð í fyrra. Þetta er minnsti samdrátturinn síðan í febrúar þegar Covid-19 fór af stað. Til samaburðar nam samdrátturinn 44% í mars, 97% í apríl og 89% í maí.
Mörg bílaumboð og bílasölur hafa nú opnað að nýju eftir langar lokanir. 145.377 nýkráningar voru á Bretlandi í júní. Ekki hafa allar bílaverksmiðjur hafið starfsemi að nýju og þær sem nú þegar hafa opnað eru langt í frá á fullum afköstum.
Bílasýningarsalir fengu leyfi til opna aftuir 1. júní en ekki var opnað í Wales og Skotlandi fyrr en í lok mánaðarins.
Bílaumboð eru sammála um að það mun taka markaðinn langan tíma að ná jafnvægi á nýjan leik. Fróðlegt verður að sjá hvernig næstu vikur koma út en eftirspurnin er lítil en kaupendur bíða átekta og vilja sjá hvað setur.