Bílasala að mjakast upp á við
Frá áramótum til 18. júní eru nýskráningar hér á landi 5.335 en voru yfir sama tímabil á síðasta ári 3.826 að því fram kemur í tölum frá Bílgreinasambandinu. Um er að ræða 39,4% söluaukningu en bílasala hefur verið að mjakast upp á við allt þetta ár. KIA hefur síðustu vikurnar verið með mestu hlutdeildina en í síðustu viku fór Toyota upp í efsta sætið.
Nýskráningar það sem af er árinu eru alls 847 en í KIA 839. Þessi tvo bílamerki eru í sérflokki en í þriðja sætinu eru Suzuki með 343 nýskráningar. Þar á eftir koma Hyundai með 325, Tesla, 280, Volkswagen 263, Peugeot, 219, og Nissan 209.
Það sem af er júnímánuði eru nýskráningar alls orðnar 1.129 og má búast við að þær verði fleiri en í síðasta mánuði þegar þær voru 1.338. Bílar til almennra notkunar eru 63,5% það sem af er árinu og til bílaleiga 35,6%.
Hlutdeild tengiltvinnbíla það sem af er árinu eru 24,1%. Rafmagnsbílar koma næstir með 20,8% hlutdeild og bensínbílar með 20,5% þriðja sætinu. Þar á eftir koma hybrid bílar með 19,3% og dísil með 15,2%.