Bílasala að rétta úr kútnum
Svo virðist sem bílasala sé að rétta úr kútnum þegar horft er til nýskráningar fólksbifreiða fyrstu tvær vikurnar í maí. Nýskráningar í maí eru orðnar 640 talsins en frá áramótum eru þær 3.510 af því fram kemur í tölum frá Bílgreinasambandinu. Fyrstu tvær vikurnar á sama tíma í fyrra voru þær 261 og alls fyrstu 18 vikurnar 3.114. Þá var heimsfaraldurinn í miklum vexti sem kom niður á bílasölu.
Nýskráningar það sem af er maí eru eins og áður kom fram 640 en voru á sama tíma í fyrra 261. Það er aukning um 145,2%. Aftur á móti eru nýskráningar frá áramótum 12,7% meiri en á sama tímabili í fyrra. Bílar til almennra notkunar eru 72,5% og bílaleiga 27,0% frá áramótum séð.
Hlutdeild Kia er um 15,8% og Toyota 14,5%. Volkswagen kemur í þriðja sæti með 5,8%, Hyundai 5,3% og Nissan 5%. Nýskráningar í Kia frá áramótum eru 556, Toyota 509, Volkswagen 203, Hyundai 186 og Nissan 176.
Frá áramótum er hlutdeild tengiltvinnbíla 23,8%, rafmagsbíla 22,7%, bensín 20,5% og dísil 16,5%. Það sem vekur athygli er að það sem af er maímánuði er hlutdeild bensínbíla langmest, alls 32,8%.