Bílasala dregst saman víða á Norðurlöndum
Það sem af er árinu eru nýskrániningar fólksbifreiða hér á landi 5.736. Á sama tíma á síðasta ári voru þær 8.749 sem er 34,4% samdráttur. Sala í nýorkubílum dregst mikið saman á milli ára. Sala í jarðefnaeldssneytisbílum eykst hins vegar á sama tíma.
Hybrid-bílar hafa flestar nýskráningar fram að þessu, alls 1.397 bifreiðar, sem er um 24,4% hlutfall. Dísil-bílar koma í öðru sæti með 1.371 bíla og bensínbílar eru alls orðnir 1.191. Alls eru nýskráningar í rafmagnsbílum alls 809 sem gerir um 14,1% hlutfall á markaðnum. Á sama tíma í fyrra voru nýskráningar í rafmagnsbílum alls 3.378.
Sama þróun hefur átt sér stað á Norðurlöndunum. Bæði norskur og sænskur bílamarkaður urðu fyrir skýrum samdrætti í sölu nýrra bíla í maí miðað við sama mánuð í fyrra. Í Danmörku hins vegar var uppgangur þar sem sala nýrra bíla jókst um fjögur prósent.
Af rúmlega 14.500 nýskráðum nýjum fólksbílum í Danmörku í maí voru rúmlega 7.000 rafbílar. Og langflestir rafbíla á topp 10 listanum sem Danir völdu eru vörumerki og gerðir sem njóta einnig mikilla vinsælda í Noregi.
Á meðan hlutur rafbíla fór upp úr öllu valdi lækkuðu allar aðrar aflrásir í Danmörku. Ekki síst bensíntvinnbílar sem lækkuðu um 58 prósent.
Í Svíþjóð dróst sala á nýjum rafbílum saman um allt að 34 prósent í maí miðað við sama mánuð í fyrra. Í Danmörku er staðan akkúrat öfug núna. Sífellt fleiri setja rafmagnssnúruna í samband þar og í maí fjölgaði rafbílasölum um 63 prósent miðað við maí 2023.
,,Í nokkur ár höfum við séð að ívilnanir og hvetjandi skattastefna setja Noreg í efsta sæti heimslistans í rafvæðingu bílaflotans. Þegar breytingar verða gerðar á skattkerfinu og skerðingar settar á rafbílafríðindum getur það fljótt haft mikil áhrif í öfuga átt eins og dæmin sanna,“ segir forstöðumaður Øyvind Solberg Thorsen hjá upplýsingaráði umferðarmála í Noregi.