Bílasala dróst saman í febrúar
Nýskráning fólksbíla dróst saman um 184 bíla í febrúar í samanburði við sama mánuð á síðasta ári og nemur lækkunin um 13,7%. Janúar gaf góð fyrirheit enda stór mánuður en nýskráningar frá áramótum eru 2782 fólksbílar samkvæmt tölum frá Bílgreinasambandinu.
Þegar tölurnar eru nánar skoðaðar kemur í ljós að á fyrstu mánuðum ársins hefur einstaklingsmarkaðurinn styrkst mikið en 70% af nýskráningum kemur þaðan en hlutfall bílaleigubíla er 28%.
Mitsubishi Outlander og Toyota Land Crusier voru með 183 skráð eintök af hvorri tegund. Hyundai I20 og Toyot Yaris komu í næstu sætum með 102 bíla hvor tegund.
Aukning hefur orðið í sölu bifreiða víðast hvar í Evrópu á fyrstu tveimur mánuðum ársins þannig að bílaframleiðendur geta verið bjartsýnir til framtíðar litið.